Mikil er hættan framundan

Það hefur komið fram í öllum framboðsfundum í fjölmiðlum að undanförnu, að komist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur til valda ætla þeir að halda virkjunarbrjálæðinu áfram. Þeir hafa þegar kastað stríðshanskanum framan í þjóðina. Og árangurinn á Alþingi verður eftir því. Þetta fólk hefur þröngar skoðanir og reyna að bjarga sér með því að nýðast á landinu og auðlindunum. Þetta eru þegar úreltar skoðanir og fólk hlýtur að sjá í gegnum þetta.

Að mínu áliti er það ánægjulegt að heyra hugleiðingar og væntingar hinna smáu flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis í fyrsta skipti. Nýjar hugsjónir eru að koma fram landsmönnum og landinu til góða. Vonandi sitja margir þeirra á næsta þingi og vonandi kann það þá list að vinna og leysa vandamálin með sanngjörnum samræðu, en ekki með þeim ljótu aðferðum sem tíðkuðust á yfirstandandi kjörtímabili.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband