Daginn eftir Alþingiskosningar

Ég segi bara,,almáttugur. Hrunflokkarnir komnir aftur til valda? Ég segi ,,hrunflokkarnir og undanskil ekki Samfylkinguna sem með réttu tapaði helming þingmanna sinna í þessum kosningum. Og ég segi, sem betur fer. Þingflokkur sem stóð að ríkisstjórn svikinna loforða með Vinstri grænum.

Hvað eru Íslendingar að hugsa, að gefa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum svona mikil athvæði. Það er mín ósk að þeir myndi ekki saman ríkisstjórn.Það er líka mikið umhugsunarefni að um 12% athvæða fellu á flokka sem náðu ekki manni á þing. Þessum 5% múr þarf að breyta. Vonandi tekst að koma sanngjörnum breytingum á, þessu lútandi, en það verður erfitt, mikil andstaða er á því og kom glökkt fram er rætt var í nótt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.


Bloggfærslur 28. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband